top of page
1000008241.jpg
​
Gísli Birgir Gíslason, Stofnandi Bílaklúbbs Austurlands.


Saga klúbbsins.


Á hernámsdaginn árið 2018 var haldin bílasýning í Fjarðabyggðarhöllini, fyrir tilstuðlan Gísla Birgis Gíslasonar, stofnanda klúbbsins, og voru þá sýnd um 50 tæki af öllum stærðum og gerðum. Nokkur tæki komu lengra frá, til dæmis frá Akureyri og Húsavík auk eins jeppa frá Reykjavík. Eftir sýninguna var svo boðið upp á hópakstur um Reyðarfjörð með viðkomu á Tærgesen þar sem boðið var upp á kaffi og spjall. Gísli Birgir sá um allan undirbúning og frágang í höllini og má með sanni segja að þar hafi allt verið unnið með miklum sóma.  árið 2019 var svo haldin önnur sýning í höllini fyrir tilstuðlan Gísla og fékk hann þá aðstoð frá þeim af svæðinu sem sýndu tæki sín, og var í kjölfarið ákveðið að stofna Bílaklúbb Austurlands og var hann stofnaður þann 2. desember árið 2019. Síðan hafa verið haldnar nokkarar sýningar, meðal annars á Egilsstöðum, Sjómannadaginn á Eskifirði, og er stefna klúbbsins að halda mun fleyri sýningar á komandi tímum.


Nokkrar myndir úr starfi klúbbsins
bottom of page